Sagan okkar

Í hinum stafræna heimi dugar engin meðalmennska til að ná í gegn, hvað þá að skara fram úr. Snowhouse Studio er stafræn hönnunarstofa sem hefur það eitt að markmiði að aðstoða samstarfsaðila sína við að skapa framúrskarandi stafræna upplifun fyrir eigin viðskiptavini, svo þeir nái settum markmiðum í rekstri.

Fyrirtækið var stofnað af Þóri Rúnarssyni síðla árs 2020 í miðjum heimsfaraldri, þar sem fyrirtæki kepptust við að koma vörum sínum og þjónustu í sölu í gegnum netið. Þórir kom auga á tækifæri í nýrri nálgun í stafrænni hönnun þar sem hann gat nýtt saman ákafa sköpunargleði sína og nýstárlega nálgun hvað varðar hönnun á notendaviðmóti, netviðskipti og aðferðir til virkjunar (e. conversion) notenda. Hann er sjálflærður hönnuður og Webflow-forritari, og færir þessa nýju nálgun inn í geira sem svo sannarlega þarf á henni að halda.

Þórir hefur sett saman lítið en kappsfullt fjarteymi sem gerir sitt allra ítrasta til að sérhver viðskiptavinur fái framúrskarandi þjónustu í hvert skipti. Þórir og teymið hans leggja sig fram um að mæta metnaði viðskiptavina sinna sem hefur nú þegar skilað þeim árangri að á stuttum tíma hefur komist á samstarf við nokkrar af fremstu hönnunarstofum og frumkvöðlafyrirtækjum í heimi.

Það eitthvað sérstakt á ferðinni hér - og ævintýrið er rétt að byrja.

Nokkur orð frá stofnandanum

Sæl, verið þið 👋. Ég heiti Þórir og ég er í skýjunum yfir því að þú skyldir finna okkar litla skika á veraldarvefnum. Við gerum hlutina dálítið öðruvísi og mig langar að segja sögu mína í stuttu máli, til að skýra betur hvernig verkin vinnast hjá okkur í Snowhouse Studio.

Minn frumkvöðlaferlill hófst árið 2015 þegar ég, ásamt æskuvini mínum, stofnaði markaðstorg fyrir aðila í ferðaþjónustu á Íslandi. Þegar ég lít núna til baka sé ég að við höfðum ekki hugmynd hvað við vorum að fara út í. Ég vissi ekkert um hönnun, vefsmíði eða rekstur fyrirtækja. Þetta var fálm og fum í hálfgerðri blindni.

Við komumst að því að mikilvægasti lykillinn að árangri var frábær vefur - þannig gátum við öðlast traust markaðarins og laðað að viðskipti. Það varð úr að við ákváðum að setja upp vefinn sjálfir. Þar sem við áttum enga peninga til að ráða viðurkennda vefstofu ákváðum við að notast við þjónustu erlendra verktaka. Við unnum með nokkrum aðilum sem við fundum í gegnum vefi eins og Fiverr og Upwork, en vorum einhvern veginn aldrei sáttir við gæði vinnunnar.

Þetta var þó dulin blessun því við neyddumst til að læra sjálfir allt um vefhönnun þannig að við gætum hannað eitthvað sem við værum stoltir af. Þarna voru fyrstu skrefin stigin sem hafa leitt mig hingað, að stofnun Snowhouse Studio. Nú er ég svo lánsamur að vera í þeirri stöðu að geta hjálpað öðrum að smíða draumavefinn sinn og nýti til þess þær þúsundir vinnustunda sem við lögðum í að fullkomna okkar eigin vef.

Markmið okkar

Markmið okkar hjá Snowhouse Studio er að bjóða gæðahönnun og þjónustustig á pari við bestu vefstofur, fyrir brot af þóknuninni sem þær krefjast. Það er von okkar að með því að bjóða þjónustu okkar á viðráðanlegu verði geti fyrirtæki þitt sparað tíma og peninga til að nýta í vöxt á öðrum sviðum.

Við lítum á viðskiptavini okkar sem félaga og viljum sannarlega byggja upp samstarf til langrar framtíðar. Með það í huga kappkostum við að sérhvert verkefni fái þá athygli og natni sem nauðsynleg er til að útkoman verði ávallt framúrskarandi. Þegar þú nýtir hönnunar- og vefþróunargetu okkar máttu vera viss um að árangurinn verður nokkuð sem sker sig frá öllum öðrum á markaðnum.

Á meðan ég er við stjórnvölinn mun ég persónulega sjá til þess að rekstur þinn fái notið einhverrar þeirra bestu stafrænu hönnunarþjónustu sem völ er á.

Það er loforð mitt.

Thorir Runarsson, Stofnandi Snowhouse Studio

Webflow Skjöldur

Nýlegar greinar

Byrjaðu ímynd

Vantar þig hönnun?

Byrjaðu strax - það tekur nokkrar mínútur

Prófaðu fríttOkkar gildi
WebflowProfessional Partner